Heimsmarkmið í fóstur

Heimsfaraldurinn hélt áfram að setja mark sitt á vinnuumhverfið á árinu 2021. Starfsfólk hefur nú tækifæri til að stunda vinnu sína á fjölbreyttari stöðum en á skrifstofum Mannvits og við það hefur starfsánægja og sköpunargleði aukist til muna. Það að starfsfólki kýs í auknum mæli að vinna heima mun leiða til þess að kolefnispor Mannvits lækkar og hefur jákvæð áhrif á umferðarþunga á álagstímum.

Starfsfólkið er okkar stærsta auðlind og leggur Mannvit ríka áherslu á heilbrigt starfsumhverfi og að öllum líði vel í vinnunni. Það er áskorun með aukinni fjarvinnu að ná utan um líðan starfsfólks. Við höfum mætt þessu með því að fjölga fræðslutengdum erindum um andlega heilsu og góð samskipti.  Jafnframt leggjum við áherslu á bjóða upp á vinnuumhverfi sem fagnar fjölbreytileikanum og tekur jafnt á móti öllum. Hin árlega heilsufarsmæling kom vel út og rúmlega helmingur starfsfólks nýtti sér líkamsræktarstyrk á árinu 2021. Þrátt fyrir samkomutakmarkanir var ýmislegt gert til að halda í gleðina og helstu viðburðir okkar öfluga starfsmannafélags færðir yfir í netheima.

 

Hlaðvarp Mannvits „Samtal um sjálfbærni“ hélt áfram göngu sinni á árinu en markmið hlaðvarpsins er að vekja athygli á hversu víðtæk sjálfbærnimál eru, hversu mikið þau snerta allt okkar daglega líf og ef við tökum höndum saman þá getum við öll lagt okkar af mörkum og haft áhrif til góðs.

Heimsmarkmið í fóstur

Við héldum áfram með okkar göfuga verkefni „Heimsmarkmið í fóstur“ sem er framhaldsverkefni af vinnustofunum um heimsmarkmiðin sem fóru fram í upphafi árs 2019. Verkefnið gengur út á að auka vitund starfsfólks á heimsmarkmiðunum í daglegum verkefnum og ráðgjöf til viðskiptavinarins. Verkefni  þeirra, sem taka heimsmarkið í fóstur, er að tengja verkefnin sín við það tiltekna heimsmarkmið sem er valið og greina hvernig hægt væri að gera enn betur. Farið var af stað með sex faghópa á árinu 2020 og þar sem almenn ánægja var með verkefnið var ákveðið að halda áfram þannig að allir faghópar innan Mannvits fá tækifæri til að fóstra heimsmarkmið.

Jafnlaunavottun 

Mannvit hefur haft jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85 og jafnlaunamerki velferðarráðuneytisins frá árslokum 2018. Mannvit setur sér metnaðarfull markmið og framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum þar sem unnið er að því að tryggja starfsfólki jöfn tækifæri og útrýma mismunun í hvaða formi sem hún birtist. Árlega er gerð jafnlaunaúttekt og voru niðurstöður ársins 2021 þannig að grunnlaun var 0,2% konum í óhag.


„Kynjaskipting þeirra sem fram komu fyrir hönd Mannvits voru konur í 62% tilfella árið 2021.“

 

Á árinu 2021 voru 31 ráðnir til starfa og var starfsmannavelta 8%. Mannvit leggur áherslu á að vera fjölskylduvænn vinnustaður með sveigjanlegan vinnutíma og stuðning við barnafjölskyldur en alls fóru 19 einstaklingar í fæðingarorlof á árinu og komu allir til baka til vinnu að orlofi loknu.

 

Hagaðilar

Mannvit leggur áherslu á virka og aðgengilega upplýsingagjöf til hagaðila fyrirtækisins og er útgáfa sjálfbærniskýrslu liður í því. Hagaðilar eru skilgreindir sem viðskiptavinir, eigendur, starfsfólk, birgjar og samfélagið í heild sinni en Mannvit kemur að hönnun, ráðgjöf og eftirliti vegna uppbyggingar á lykil innviðum landsins.

 

„Við höfum lagt áherslu á að  vera fjölskylduvænn vinnustaður með sveigjanlegan vinnutíma.“

 

ESG frammistöðuvísar

Vísir Mælikvarði 2021 2020 2019
S1. Hlutfall heildarlaunagreiðslu forstjóra og miðgildis heildarlauna - greiðslur til starfsfólks í fullu starfi 2,65 2,68 2,99
S1. Er þetta hlutfall sett fram af fyrirtæki þínu í skýrslugjöf til yfirvalda? Já/Nei Nei  Nei Nei
S2.  Hlutfall miðgildis launagreiðslna karla og miðgildis launagreiðslna kvenna 1,33 1,0 1,3
S3. Árleg breyting starfsfólks í fullu starfi, í prósentum *allt starfsfólk - ekki gerður greinamunur á fullu starfi og lægra starfshlutfalli 8%  5,5%  16,4%
S3. Árleg breyting starfsfólks í hlutastarfi, í pósentum á.e.v. á.e.v. á.e.v.
S3. Árleg breyting verktaka og/eða ráðgjafa, í prósentum á.e.v. á.e.v. á.e.v.
S4. Kynjahlutfall innan fyrirtækisins, í prósentum KK 73,6% / KVK 26,4% KK 76% / KVK 24% KK 75,5% / KVK 24,5%
S4. Kynjahlutfall í byrjunarstörfum og næsta starfsmannalagi fyrir ofan, í prósentum (stjórnendur) KK 75,7% / KVK 24,3% KK 75,7% / KVK 24,3% KK 75,2% / KVK 24,8%
S4. Kynjahlutfall í störfum í efsta starfsmannalagi og sem framkvæmdastjórar, í prósentum (sérfræðingar og fagfólk) KK 72,7% / KVK 27,3% KK 78,8% / KVK 21,2% KK 83,3% / KVK 16,7%
S5. Prósenta starfsfólks í hlutastarfi 5,5% 3,5% 4,5%
S5. Prósenta þeirra sem eru í verktöku og/eða ráðgjöf á.e.v. á.e.v. á.e.v.
S6. Fylgir fyrirtækið þitt stefnu er varðar kynferðislegt áreiti og/eða jafnrétti? Já/Nei
S7. Tíðni slysatengdra atvika miðað við heildartíma vinnuaflsins í prósentum 0,0% 0,13% 0,0
S8. Fylgir fyrirtækið þitt starfstengri heilsustefnu og/eða hnattrænni stefnu um heilsu og öryggi? Já/Nei
S9. Fylgir fyrirtækið þitt stefnu gegn barna- og/eða nauðungarvinnu? Já/Nei Já 
S9. Ef já, nær stefnan gegn barna- og/eða nauðungarvinnu einnig til birgja og seljenda? Já/Nei
S10. Fylgir fyrirtækið þitt mannréttindastefnu? Já/Nei Já 

 * á.e.v: Á ekki við