Mannvit kolefnishlutlaust 2021

Sjálfbærni skipar sífellt stærri sess í starfsemi Mannvits og vinnur fyrirtækið stöðugt að því að tvinna sjálfbærnishugsunina inn í dagleg störf hjá fyrirtækinu. Mannvit leggur sig fram að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum og vinnur með lausnir sem stuðla að góðri nýtingu auðlinda, minni sóun, heilnæmu umhverfi utan dyra sem innan og að komið sé í veg fyrir mengun. Mannvit skapar þannig verðmæti fyrir viðskiptavini sína, samfélagið og umhverfið.

Megin umhverfismarkmið fyrirtækisins felast í betri nýtingu auðlinda, takmörkun úrgangs, bættri umhverfisvitund starfsfólks og viðskiptavina og því að öll starfsemi fyrirtækisins sé umhverfisslysalaus.

 

Mannvit hefur í gegnum árin vaktað þýðingarmikla umhverfisþætti til að fylgja eftir umhverfisstefnu fyrirtækisins og draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar. Árlega setur fyrirtækið sér markmið og áætlun til að ná þeim.

 

Áhrif Mannvits eru mest í þeim verkefnum þarf sem þjónusta á sviði ráðgjafar er veitt. Því er afar mikilvægt að viðhalda og bæta umhverfisvitund starfsfólks. Það er gert með fræðsluerindum og verkefnum á borð við Heimsmarkmið í fóstur, en þá fá fagsvið heimsmarkmið til að fóstra, kynnast og annast í heilt ár. 

Árlega er umhverfisvitund starfsfólks metin og viðhorf starfsfólks til umhverfis- og sjálfbærnimála könnuð. Þannig er verið að meta hvort þær aðferðir sem er beitt til uppbyggingar þekkingar séu að virka og hvað megi betur fara í fræðslu til starfsfólks. Í síðustu könnun sem var framkvæmd í nóvember 2021 mátti einmitt sjá að starfsfólk mat eigin þekkingu á sjálfbærnimálum mun betur en fyrir tveimur árum og einnig merktu þau mun á áhuga viðskiptavina á sjálfbærni.

 

Mannvit var fyrst fyrirtækja á Íslandi til að veita starfsfólki samgöngustyrk og leggur fyrirtækið mikið upp úr því að veita starfsfólki sínu úrvals búningsaðstöðu til þegar komið er til vinnu. Til að hvetja starfsfólk enn frekar til að koma til vinnu gangandi eða hjólandi samgöngustyrknum breytt í lok árs 2021 og hefur starfsfólk nú kost á því að fá hálfan samgöngustyrk gegn því að koma til vinnu gangandi eða hjólandi a.m.k. tvo daga vikunnar, ásamt því að geta fengið fullan styrk miðað við fjóra daga vikunnar.


60% viðskiptavina telja mikilvægt að hönnun og ráðgjöf Mannvits taki mið af sjálfbærni samkvæmt þjónustukönnun á árinu 2021.

 

Lækkum kolefnissporið

Á síðustu fimm árum hefur kolefnisspor Mannvits lækkað um rúmlega 50%. Á síðasta ári náðist ekki markmið um samdrátt í losun kolefnis frá starfseminni. Aukninguna má rekja til aukinna umsvifa í eftirlitsverkefnum. Stærstu útblástursþættirnir tengjast samgöngum og meðal helstu aðgerða til þess að lækka kolefnissporið hyggst Mannvit:

 


Fjölga rafmagnsbílum jafnt og þétt á kostnað jarðefnaeldsneytisbíla.

 


Styðja við starfsfólk til að vinna í fjarvinnu, kjósi það svo. Þannig fækkar ferðum til og frá vinnu.

 


Breyta fyrirkomulagi um samgöngustyrk til að reyna að höfða til breiðari hóps og fá fleira starfsfólk til að koma til vinnu á vistvænan máta.

 


Bæta sorpflokkun hjá fyrirtækinu með því að auka fræðslu, bæði til starfsfólks síns og þeirra leigjenda sem starfa í sömu byggingu í Urðarhvarfinu og henda í sömu tunnur.

 

Sú losun sem ekki næst að koma í veg fyrir verður kolefnisjöfnuð hjá viðurkenndum aðilum.

„Kolefnishlutleysi fyrirtækisins náðist 2020.“

ESG frammistöðuvísar

Vísir Mælikvarði 2021 2020 2019
E1. Heildarmagn í CO2 ígildum, fyrir umfang 1 - tCO2 ígildi 73,5 94,9 75,8
E1. Heildarmagn í CO2 ígildum, fyrir umfang 2 - tCO2 ígildi 6,5

5,2

6,3
E1. Heildarmagn í CO2 ígildum, fyrir umfang 3 - tCO2 ígildi 85,1 57,0 82,6
E2. Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda miðað við úttaksstærð - tCO2/starfsgildi 0,83 0,79 0,79
E2.  Heildarlosun lofttegunda annarra en gróðurhúsalofttegunda miðað við úttaksstærð á.e.v. á.e.v. á.e.v.
E3. Heildarmagn beinnar orkunotkunar - MWst á.e.v. á.e.v. á.e.v.
E3. Heildarmagn óbeinnar orkunotkunar - MWst 623 595,4 710,7
E4. Bein heildarorkunotkun miðað við úttakstærð - MWst 3,0 3,0 3,4
E5. Hlufall orkunotkunar eftir tegund orkuframleiðslu í prósentum 33%/67% 40%/60% 28%/72%
E6. Heildarmagn af vatni sem er notað - m3 31.977 31.090 29.574
E6. Heildarmagn af vatni sem er endurheimt - m3 0,0 0,0 0,0
E7. Fylgir fyrirtækið þitt formlegri umhverfisstefnu? Já/Nei
E7. Fylgir fyrirtækið þitt tilteknum stefnum fyrir úrgang, vatn, orku og/eða endurvinnslu? Já/Nei
E7. Notast fyrirtækið þitt við viðkennt orkustjórnunarkerfi? Já/Nei Nei Nei Nei
E8. Hefur stjórn þín eftirlit með og/eða stjórnar loftslagstengri áhættu? Já/Nei
E9. Hefur æðsta stjórnunarteymi þitt eftirlit með og/eða stjórnar loftslagstengri áhættu? Já/Nei Já 
E10. Heildarfjármagn sem árlega er fjárfest í loftslagstengdum innviðum, seiglu eða vöruþróun á.e.v. á.e.v. á.e.v.

 

* á.e.v: Á ekki við